KA er að vinna Dundalk, 1-0, í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en það var færeyski leikmaðurinn Jóan Símun Edmundsson sem gerði markið.
Lestu um leikinn: Dundalk 2 - 2 KA
Akureyringar unnu fyrri leikinn 3-1 í Úlfarsárdalnum og byrjuðu sterkt á Írlandi í kvöld.
Jóan Símun, sem kom á dögunum til KA, gerði fyrsta mark sitt fyrir félagið á 14. mínútu er hann fékk boltann inn fyrir og setti boltann örugglega í netið.
Er ekki einvígið svo gott sem búið núna? Dundalk þarf að skora þrjú mörk til að fara með leikinn í framlengingu.
GOAL! Dundalk 0-1 KA Akureyri (14 Joan Edmundsson) pic.twitter.com/eDnU790n5Z
— Qureshi Just That (@Qureshi_That) August 3, 2023
Athugasemdir