Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. september 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Best í 12. umferð: Þetta er dásamlegt
Erin McLeod (Stjarnan)
Erin McLeod
Erin McLeod
Mynd: Getty Images
Erin McLeod er leikmaður 12. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna en hún var frábær í marki Stjörnunnar í 1-0 sigri á ÍBV um síðustu helgi.

„Þetta er dásamlegt. Síðasti leikur var vondur fyrir okkur. Við mættum hræddar til leiks en í dag mættum við til að vinna. Baráttan og orkan í öllu liðinu var frábær. Það var nóg af færum á báða bóga og við vorum kannski heppnar í nokkur skipti en ég er ánægð og stolt af minni frammistöðu," sagði Erin við Fótbolta.net eftir leikinn á sunnudaginn.

Hin 37 ára gamla Erin var að leika sinn þriðja leik fyrir Stjörnuna eftir að hafa komið á láni frá bandaríska atvinnumannaliðinu Orlando Pride.

„Ég var ánægð með fyrsta leikinn en ósátt við sjálfa mig eftir síðasta leik. En það er ekki annað hægt en að læra og halda áfram að leggja á sig vinnu. Rajko markmannsþjálfari er búinn að vera hjálpsamur og það er frábært að æfa með Birtu (Guðlaugsdóttur). Hún er sannur víkingur.“

Erin er margreyndur leikmaður, fyrrum landsliðsmarkvörður Kanada og atvinnukona til margra ára. Hún hefur tekið þátt í fjórum Heimsmeistaramótum og unnið til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum. Hvernig kom til að hún kæmi til Íslands að spila í Pepsi Max deildinni?

„Orlando er ekki góður staður til að vera á í miðjum heimsfaraldri og við maki minn, Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir), ákváðum að slá til og fara til Íslands. Þetta er hennar uppeldislið og þegar upp er staðið var þetta auðveld ákvörðun. Að spila þar sem er öruggt að vera og þar sem ég get verið með fjölskyldunni,“ sagði markvörðurinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að neðan.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Best í 7. umferð - Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Best í 8. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Best í 10. umferð - Cecilia Rán Rúnarsdóttir (Fylkir)
Best í 11. umferð - Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Erin: Auðveld ákvörðun að koma til Íslands
Athugasemdir
banner