Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 03. september 2024 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Galatasaray tilbúið að greiða hærri laun en Chelsea
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen mun spila með Galatasaray í Tyrklandi í vetur, hann var mættur til Istanbúl í nótt og fékk hörkumóttökur frá stuðningsmönnum Gala.

Osimhen virtist vera á leið frá Napoli til Chelsea eða Sádi-Arabíu í lok félagaskiptagluggans en ekkert varð úr því.

Chelsea vildi fá Osimhen en var ekki tilbúið að ganga að óskum hans um launagreiðslur. Samkvæmt Sky Sports vildi Chelsea ekki greiða meira en 150 þúsnd pund í vikulaun og hann var ekki tilbúinn að samþykkja það.

Í dag segir svo breski miðillinn frá því að Osimhen fái 160 þúsund pund í vikulaun frá Galatasaray.

160 þúsund pund eru rúmlega 29 milljónir íslenskra króna. Mögulega greiðir Napoli einhvern hluta af launum hans til að hann haldi sömu launum og hann var á hjá ítalska félaginu, en þar fékk hann meira en 200 þúsund pund í vikulaun.
Athugasemdir
banner
banner
banner