Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 03. september 2024 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir spjaldið á Rice eina verstu ákvörðun sem hann hafi séð
Declan Rice var sjálfur mjög hissa á ákvörðuninni.
Declan Rice var sjálfur mjög hissa á ákvörðuninni.
Mynd: Getty Images
Micah Richards, goðsögn hjá Manchester City, kveðst hafa verið alveg gáttaður á ákvörðuninni að reka Declan Rice út af í leik Arsenal og Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðasta laugardag.

Rice fékk gult spjald fyrir tæklingu í lok fyrri hálfleiks. Í byrjun seinni hálfleiks fékk Rice sitt annað gula spjald fyrir að ýta boltanum í burtu þegar Joel Veltman ætlaði að taka aukaspyrnu.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var reiður út af ákvörðun dómarans og Richards skilur þá reiði.

„Þetta er ein versta ákvörðun sem ég hef séð. Eru þetta reglurnar? Joao Pedro (sóknarmaður Brighton) sparkaði boltanum í burtu. Hann sparkaði boltanum í burtu og fékk ekki gult spjald," sagði Richards.

Hann vildi jafnframt meina að Veltman hafi ekki ætlað að taka aukaspyrnuna hratt, hann hafi bara verið að veiða Rice í spjald.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu.

Athugasemdir
banner
banner