PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fim 03. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Man Utd í Portúgal
Man Utd mætir Porto
Man Utd mætir Porto
Mynd: Getty Images
Önnur umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer fram í dag en bæði Manchester United og Tottenham eru spila á útivelli.

Tottenham heimsækir Ferencvaros frá Ungverjalandi. Leikurinn hefst klukkan 16:45, en Lundúnaliðið er að eltast við annan sigur sinn í keppninni.

Sæti Erik ten Hag hjá Manchester United er heitt og þarf hann að sækja sigur þegar liðið heimsækir Porto í Portúgal. United gerði jafntefli við Twente í fyrstu umferðinni.

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland mæta Maccabi Tel Aviv frá Ísrael á meðan Orri Steinn Óskarsson og hans menn í Real Sociedad fá Anderlecht í heimsókn.

Fleiri landsliðsmenn verða í eldlínunni. Kristian Nökkvi Hlynsson fer með Ajax til Tékklands en þar mætir liðið Slavía Prag. Þá spilar Hoffenheim, lið Lúkasar Peterssonar, við Dynamo.

Eggert Aron Guðmundsson og Andri Fannar Baldursson eru báðir í liði Elfsborg sem mætir Roma.

Leikir dagsins:
16:45 Ferencvaros - Tottenham
16:45 Lazio - Nice
16:45 Maccabi Tel Aviv - Midtjylland
16:45 Olympiakos - Braga
16:45 Qarabag - Malmö
16:45 Real Sociedad - Anderlecht
16:45 Rigas FS - Galatasaray
16:45 Slavia Prag - Ajax
16:45 Hoffenheim - Dynamo K.
19:00 Athletic - AZ
19:00 Besiktas - Eintracht Frankfurt
19:00 Elfsborg - Roma
19:00 Porto - Man Utd
19:00 Twente - Fenerbahce
19:00 PAOK - Steaua
19:00 Rangers - Lyon
19:00 St. Gilloise - Bodo-Glimt
19:00 Plzen - Ludogorets
Athugasemdir
banner
banner
banner