PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fim 03. október 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Kom aldrei til greina að fara frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Ítalski miðjumaðurinn Cesare Casadei segir það aldrei hafa komið til greina að fara frá Chelsea í sumarglugganum.

Þessi 21 árs gamli leikmaður kom til Chelsea frá Inter árið 2022 en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Leicester og átti stóran þátt í að koma liðinu upp í efstu deild.

Þar spilaði hann einmitt undir stjórn Enzo Maresca sem tók síðan við Chelsea í sumar.

Chelsea fékk marga góða leikmenn í glugganum í sumar en Casadei segist aldrei hafa hugsað um að fara frá félaginu.

„Ég er ekki að hugsa um að fara frá Chelsea, hvorki núna né í janúar. Eftir að hafa rætt við Maresca þá ákvað ég að vera áfram í stað þess að fara út á lán. Það var aldrei planið að vera seldur því ég vildi alltaf spila fyrir Chelsea, eitt stærsta félag heims,“ sagði Casadei í viðtali við BBC.

Casadei hefur aðeins spilað einn leik á tímabilinu með Chelsea en það var í 5-0 stórsigrinum á Barrow í enska deildabikarnum í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner