Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 03. október 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Andri Lucas með stoðsendingu í tapi á Brúnni - Sigur hjá Alberti
Chelsea fagnaði góðum sigri
Chelsea fagnaði góðum sigri
Mynd: Getty Images
Andri Lucas í leiknum í kvöld
Andri Lucas í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Albert kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir í 2-0 sigri Fiorentina á TNS
Albert kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir í 2-0 sigri Fiorentina á TNS
Mynd: Getty Images
Chelsea byrjar Sambandsdeild Evrópu vel en liðið vann belgíska liðið Gent, 4-2, í fyrstu umferðinni í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen mætti aftur á heimaslóðir og lagði upp mark.

Það var mikið rætt og ritað um þátttöku Andra í leiknum, en hann er auðvitað fæddur og að hluta til uppalinn í Lundúnum þar sem faðir hans, Eiður Smári, var að spila með Chelsea.

Það var því mikil eftirvænting eftir því að sjá Andra snúa aftur á Stamford Bridge.

Hann var í byrjunarliði Gent og voru feðgarnir, Eiður og Sveinn Aron, báðir í stúkunni.

Renato Veiga skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea á 12. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Mykhailo Mudryk. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins, en snemma í síðari skoraði Pedro Neto annað mark heimamanna.

Gent komst aftur inn í leikinn á 50. mínútu. Andri Lucas fékk boltann hægra megin í teignum, lyfti boltanum skemmtilega inn á Tsuyoshi Watanabe sem setti boltann í netið.

Chelsea náði aftur tökum á leiknum. Christopher Nkunku gerði þriðja markið með góðu skoti áður en Kiernan Dewsbury-Hall skoraði fyrsta mark sitt fyrir Chelsea og kom liðinu í 4-1.

Omri Gandelman minnkaði muninn fyrir Gent á lokamínútunum, en það var heldur seint og var það því Chelsea sem fór með sigur af hólmi.

Albert í sigurliði - Panathinaikos og FCK töpuðu stigum

Sverrir Ingi Ingason var í vörn Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli við Borac í Bosníu. Hörður Björgvin Magnússon er að stíga upp úr meiðslum og er því ekki í Evrópuhópnum hjá Panathinaikos.

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á bekknum hjá FCK sem tapaði fyrir Jagiellonia, 2-1.

Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum hjá Fiorentina, en kom við sögu þegar hálftími var eftir og hjálpaði liðinu að vinna góðan 2-0 sigur á TNS frá Wales.

Fiorentina 2 - 0 TNS
1-0 Yacine Adli ('65 )
2-0 Moise Kean ('68 )

Chelsea 4 - 2 Gent
1-0 Renato Veiga ('12 )
2-0 Pedro Neto ('46 )
2-1 Tsuyoshi Watanabe ('50 )
3-1 Christopher Nkunku ('63 )
4-1 Kiernan Dewsbury-Hall ('70 )
4-2 Omri Gandelman ('90 )

FC Kobenhavn 1 - 2 Jagiellonia
1-0 Pantelis Chatzidiakos ('12 )
1-1 Afimico Pululu ('51 )
1-2 Darko Churlinov ('90 )

Lugano 3 - 0 HJK Helsinki
1-0 Antonios Papadopoulos ('34 )
2-0 Martim Marques ('56 )
3-0 Daniel Dos Santos ('90 )

Petrocub 1 - 4 Pafos FC
1-0 Teodor Lungu ('26 , víti)
1-1 Joao Correia ('33 )
1-2 Jaja ('37 )
1-3 Joao Correia ('53 )
1-4 Moustapha Name ('82 )

Borac BL 1 - 1 Panathinaikos
0-1 Anastasios Bakasetas ('11 )
1-1 Djordje Despotovic ('50 )

LASK Linz 2 - 2 Djurgarden
1-0 Valon Berisha ('26 )
2-0 Florian Flecker ('50 )
2-1 August Priske ('57 )
2-2 Tokmac Nguen ('65 )

Shamrock 1 - 1 APOEL
0-1 Konstantinos Laifis ('59 )
1-1 Dylan Watts ('90 )
Rautt spjald: Neil Farrugia, Shamrock ('50)
Athugasemdir
banner
banner
banner