Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Foden, Bellingham og Grealish ekki í enska hópnum
Foden er ekki valinn.
Foden er ekki valinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Tuchel landsliðsþjálfari Englands hefur opinberað hóp sinn fyrir komandi landsleikjaglugga. England mætir Wales í vináttulandsleik 9. október og heimsækir svo Lettland í undankeppni HM þann 14. október.

Nokkrar breytingar eru frá síðasta hóp. Jarell Quansah kemur inn fyrir Tino Livramento sem verður frá næstu tvo mánuði, Ruben Loftus-Cheek kemur í stað Adam Wharton og Bukayo Saka kemur inn fyrir Noni Madueke.

Jude Bellingham í Real Madrid, Phil Foden í Manchester City, Jack Grealish í Everton og Adam Wharton í Crystal Palace eru ekki valdir í hópinn.

Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), James Trafford (Manchester City)

Varnarmenn: Dan Burn (Newcastle United), Marc Guehi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Ezri Konsa (Aston Villa), Myles Lewis-Skelly (Arsenal), Jarell Quansah (Bayer Leverkusen), Djed Spence (Tottenham Hotspur), John Stones (Manchester City)

Miðjumenn: Elliot Anderson (Nottingham Forest), Morgan Gibbs-White (Nottingham Forest), Jordan Henderson (Brentford), Ruben Loftus-Cheek (AC Milan), Declan Rice (Arsenal), Morgan Rogers (Aston Villa)

Sóknarmenn: Jarrod Bowen (West Ham United), Eberechi Eze (Arsenal), Anthony Gordon (Newcastle United), Harry Kane (Bayern München), Marcus Rashford (Barcelona, á láni frá Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Ollie Watkins (Aston Villa)
Athugasemdir