Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Bjóða heimamönnum frítt á úrslitaleik Vestra og KR
Vestri spilar hreinan úrslitaleik við KR um sæti í Bestu deildinni
Vestri spilar hreinan úrslitaleik við KR um sæti í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Vestri og KR eigast við í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi veru í Bestu deild karla um helgina, en fyrirtækið Vestfirskir Verktakar ætla að sjá til þess að sem flestir heimamenn mæti og styðji við Vestra.

Staðan fyrir lokaumferðina er þannig að Vestri er í 10. sæti með 29 stig á meðan KR er í fallsæti með 28 stig.

Liðin mætast á laugardag klukkan 14:00 á Kerecis-vellinum, en heimamönnum í Vestra dugir stig til þess að halda sæti sínu á meðan KR-ingar þurfa sigur.

Vestfirskir Verktakar bjóða öllum heimamönnum frítt á leikinn og vilja sjá sem flesta hvetja liðið áfram í þessum mikilvæga leik.

Vestri hefur tapað sex heimaleikjum í deildinni á þessari leiktíð en KR-ingar aðeins unnið einn útileik.

Síðast þegar liðin áttust við á Kerecis-vellinum endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. KR-ingar unnu heimaleikinn, 2-1, en þetta verður í þriðja sinn sem þau mætast á tímabilinu.


Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 10 6 10 41 - 46 -5 36
2.    ÍBV 26 9 6 11 31 - 33 -2 33
3.    ÍA 26 10 1 15 36 - 50 -14 31
4.    Vestri 26 8 5 13 25 - 39 -14 29
5.    KR 26 7 7 12 50 - 61 -11 28
6.    Afturelding 26 6 9 11 36 - 45 -9 27
Athugasemdir
banner