Englandsmeistarar Liverpool lentu undir gegn Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni í kvöld en svöruðu á frábæran hátt með þremur mörkum á nokkrum mínútum.
Rasmus Kristensen kláraði frábæra sókn Frankfurt með skoti í stöng og inn á 26. mínútu en Liverpool brugðust við með þremur mörkum á níu mínútum.
Hugo Ekitike skoraði eftir hraða skyndisókn á 35. mínútu og komu næstu tvö mörk úr hornspyrnu.
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Cody Gakpo og gerði liðsfélagi Van Dijk í vörninni, Ibrahima Konate, þriðja mark Liverpool með skalla eftir hornspyrnu Dominik Szoboszlai.
Frábær viðsnúningur hjá Liverpool sem fer inn í hálfleikinn með 3-1 forystu og útlit fyrir að taphrinu liðsins sé að ljúka.
Sjáðu markið hjá Ekitike
Sjáðu markið hjá Van Dijk
Sjáðu markið hjá Konate
Athugasemdir