Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mið 22. október 2025 19:43
Kári Snorrason
Belfast
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Eimskip
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson er í sínu fyrsta verkefni sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Ólafur Kristjánsson er í sínu fyrsta verkefni sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Mynd: KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið mætir því norður írska í umspili Þjóðadeildarinnar næstkomandi föstudag. Liðið er statt í Belfast og Fótbolti.net ræddi við landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur á hóteli landsliðsins. 

„Það er alltaf jafn gaman að hitta stelpurnar, maður segir þetta nánast í hverju viðtali í byrjun hvers landsliðsverkefnis. En þetta er mjög gaman og það eru allir mjög spenntir fyrir leiknum,“ segir Sveindís. 

Tvær breytingar urðu á starfsteyminu eftir EM, annars var Ólafur Kristjánsson, ráðinn í starf aðstoðarþjálfara og hins vegar Amir Mehica í stöðu markvarðarþjálfara, ásamt því að sjá um föst leikatriði.

Þeir taka við af Ásmundi Haraldssyni sem hafði verið aðstoðarþjálfari, og Ólafi Péturssyni markvarðarþjálfara.

„Það er alltaf gaman að fá breytingar en auðvitað leiðinlegt að sjá fólk fara. Þetta eru jákvæðar breytingar, Óli (Kristjáns) og Amir (Mehica) koma sterkir inn með sína visku og nýja sýn.“ 

„Óli er með sóknarleikinn og er mjög hávær, segir sínar skoðanir. Það er bara flott. Amir er með föstu leikatriðin, það er gaman að fá nýtt inn í þetta og heilbrigt að fá nýja sýn. Þeir eru búnir að gera vel og komast vel inn í hópinn.“ 


Ef Ísland sigrar einvígið heldur liðið sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en ef illa fer fellur liðið í B-deild.

„Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur upp á framhaldið, upp á að komast á HM. Maður þarf að horfa alla leið þangað, en eins og ég segi þá eru þetta mjög mikilvægir leikir.“ 

Viðtalið við Sveindísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner