
„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, æfingarnar skemmtilegar og náttúrulega frábær hópur sem hefur tekið mjög vel á móti mér.“
„Ég var ekki alveg að búast við þessu (að koma inn í hópinn), þannig að þetta var mjög skemmtilegt símtal. Þetta var alveg skemmtilega óvænt þannig séð.“
„Þetta er töluvert meira tempó en ég er vön heima með FH en ég reyni að læra eins mikið af stelpunum sem ég spila fótbolta með.“
Ef Ísland sigrar einvígið gegn Norður Írum heldur liðið sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en ef illa fer fellur liðið í B-deild.
„Þær eru með fínasta lið, við þurfum að nýta gæðin sem eru í okkar hóp og stjórna leiknum. Þá vinnum við þennan leik. Þetta er mjög spennó, gaman að hafa fyrsta verkefnið mitt alvöru verkefni. Ég er mjög spennt.“
Viðtalið við Thelmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.