Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   mið 22. október 2025 21:02
Kári Snorrason
Belfast
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Eimskip
Thelma á æfingu landsliðsins í Norður Írlandi.
Thelma á æfingu landsliðsins í Norður Írlandi.
Mynd: KSÍ
Thelma Karen Pálmadóttur er í landsliðshóp Íslands í fyrsta sinn, hún er jafnframt yngsti leikmaður hópsins en Thelma er fædd árið 2008 og er því aðeins sautján ára gömul. Hún heillaði mikið með spilamennsku sinni hjá FH í sumar og var hún valin efnilegasti leikmaður Bestu-deildarinnar. Fótbolti.net ræddi við Thelmu á landsliðshóteli Íslands í Belfast, þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi leiki gegn Norður Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, æfingarnar skemmtilegar og náttúrulega frábær hópur sem hefur tekið mjög vel á móti mér.“ 

„Ég var ekki alveg að búast við þessu (að koma inn í hópinn), þannig að þetta var mjög skemmtilegt símtal. Þetta var alveg skemmtilega óvænt þannig séð.“ 

„Þetta er töluvert meira tempó en ég er vön heima með FH en ég reyni að læra eins mikið af stelpunum sem ég spila fótbolta með.“ 

Ef Ísland sigrar einvígið gegn Norður Írum heldur liðið sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en ef illa fer fellur liðið í B-deild.

„Þær eru með fínasta lið, við þurfum að nýta gæðin sem eru í okkar hóp og stjórna leiknum. Þá vinnum við þennan leik. Þetta er mjög spennó, gaman að hafa fyrsta verkefnið mitt alvöru verkefni. Ég er mjög spennt.“ 

Viðtalið við Thelmu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner