Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen skoraði tvö mörk er Galatasaray vann norsku meistarana í Bodö/Glimt, 3-1, í 3. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Osimhen, sem spilaði stóra rullu er Galatasaray varð tyrknesku deildarmeistari á síðustu leiktíð, skoraði bæði mörk sín í fyrri hálfleiknum.
Mario Lemina vann boltann við miðsvæðið, kom boltanum inn á teiginn á Osimhen sem skoraði með góðu skoti í fjærhornið og seinna markið gerði hann eftir skelfilega sendingu til baka frá varnarmanni Bodö. Hann fékk boltann við teiginn, fór framhjá markverði norska liðsins og var eftirleikurinn auðveldur.
Yunus Akgun bætti við þriðja markinu þegar hálftími var til leiksloka áður en gestirnir settu sárabótarmark stundarfjórðungi fyrir lok venjulegs leiktíma.
Galatasaray er með 6 stig eftir tvo leiki en Bodö með tvö stig.
Spænska liðið Athletic lagði Qarabag að velli, 3-1. Gorka Guruzeta skoraði tvívegis fyrir spænska liðið, en miðjumaðurinn MIkel Jauregizar lagði upp bæði mörkin. Robert Navarro komst einnig á blað fyrir heimamenn.
Athletic er í 22. sæti með 3 stig en Qarabag í 10. sæti með 6 stig.
Galatasaray 3 - 1 Bodo-Glimt
1-0 Victor Osimhen ('3 )
2-0 Victor Osimhen ('33 )
3-0 Yunus Akgun ('60 )
3-1 Andreas Helmersen ('75 )
Athletic 3 - 1 Qarabag
0-1 Leandro Andrade ('1 )
1-1 Gorka Guruzeta ('40 )
2-1 Robert Navarro ('70 )
3-1 Gorka Guruzeta ('88 )
Athugasemdir