UEFA valdi Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, mann leiksins í 5-1 stórsigrinum á Eintracht Frankfurt í Meistaradeildinni í kvöld, en Hollendingurinn var hógvær í viðtali eftir leikinn.
Liverpool tapaði fjórum leikjum í röð en lauk þeirri taphrinu með sigrinum í kvöld.
Van DIjk skoraði annað mark Liverpool með skalla eftir hornspyrnu og hlaut nafnbótina sem besti maður leiksins.
„Ég veit ekki hvort þetta hafi verið einhver yfirlýsing, en þetta var sigur og eitthvað til að byggja ofan á.“
„Ég hef verið í þessum bransa í dágóðan tíma, þannig þetta er ekki léttir sem ég er að finna. Auðvitað erum við vonsviknir að tapa leikjum og það er eitthvað sem við þurfum að eiga við, vera samheldnir og halda áfram að vinna í hlutunum.“
„Við unnum í dag og verðum að vera klárir fyrir Brentford á laugardag. Við viljum ekki láta draga okkur inn í neikvæða hluti sem eru í umferð núna. Eina sem hægt er að gera er að spila þinn leik og einbeita þér að verkefninu sem framundan er,“ sagði Van Dijk.
Athugasemdir