Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   mið 22. október 2025 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Middlesbrough aftur á sigurbraut - Þriðji sigur Wrexham
Morgan Whittaker kom Middlesbrough aftur á sigurbraut
Morgan Whittaker kom Middlesbrough aftur á sigurbraut
Mynd: Middlesbrough FC
Wrexham er komið með þrettán stig sem nýliði
Wrexham er komið með þrettán stig sem nýliði
Mynd: EPA
Middlesbrough kom sér aftur á sigurbraut er það marði 1-0 útisigur á Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í kvöld.

Boro hafði ekki tekist að sigra í síðustu þremur deildarleikjum sínum fram að leiknum og á þeim tíma tókst Coventry að komast upp fyrir liðið.

Í kvöld heimsótti Boro lið Sheffield Wednesday og kom sigurmarkið eftir aðeins sex mínútur en það gerði Morgan Whittaker.

Sigurinn fleytir Boro aftur upp í annað sæti deildarinnar og nú aðeins stigi frá toppnum.

Hollywood-lið Wrexham lagði Oxford United að velli, 1-0, í Wales.

Nathan Broadhead skoraði sigurmarkið á 14. mínútu leiksins. Leikmenn Wrexham urðu fyrir áfalli á 67. mínútu er Callum O'Doyle fékk að líta rauða spjaldið, en tíu leikmenn Wrexham héldu út og komu sér upp í 15. sæti deildarinnar með 13 stig.

QPR lagði þá tíu leikmenn Swansea með einu marki gegn engu og þá hafði Watford betur gegn WBA, 2-1, á Vicarage Road.

Watford 2 - 1 West Brom
0-1 Isaac Price ('34 )
1-1 Imran Louza ('38 )
2-1 Rocco Vata ('58 )

Sheffield Wed 0 - 1 Middlesbrough
0-1 Morgan Whittaker ('6 )

Swansea 0 - 1 QPR
0-1 Rumarn Burrell ('18 )
Rautt spjald: Malick Yalcouye, Swansea ('34)

Wrexham 1 - 0 Oxford United
1-0 Nathan Broadhead ('14 )
Rautt spjald: Callum Doyle, Wrexham ('67)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 11 7 4 0 31 8 +23 25
2 Middlesbrough 11 7 3 1 15 7 +8 24
3 Millwall 11 6 2 3 13 13 0 20
4 Bristol City 11 5 4 2 19 11 +8 19
5 Charlton Athletic 11 5 3 3 13 9 +4 18
6 Stoke City 11 5 3 3 12 8 +4 18
7 Hull City 11 5 3 3 19 19 0 18
8 QPR 11 5 3 3 15 16 -1 18
9 Leicester 11 4 5 2 15 11 +4 17
10 West Brom 11 5 2 4 12 13 -1 17
11 Preston NE 11 4 4 3 12 10 +2 16
12 Watford 11 4 3 4 13 13 0 15
13 Birmingham 11 4 3 4 11 14 -3 15
14 Ipswich Town 10 3 4 3 16 13 +3 13
15 Wrexham 11 3 4 4 15 16 -1 13
16 Swansea 11 3 4 4 10 11 -1 13
17 Portsmouth 11 3 4 4 10 12 -2 13
18 Southampton 11 2 6 3 12 15 -3 12
19 Derby County 11 2 5 4 12 16 -4 11
20 Oxford United 11 2 3 6 11 14 -3 9
21 Sheffield Utd 11 3 0 8 7 17 -10 9
22 Norwich 11 2 2 7 11 16 -5 8
23 Blackburn 10 2 1 7 8 16 -8 7
24 Sheff Wed 11 1 3 7 9 23 -14 6
Athugasemdir
banner