Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   mið 22. október 2025 22:36
Brynjar Ingi Erluson
Maresca: Við treystum ungu leikmönnunum
Enzo Maresca
Enzo Maresca
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var ánægður með framlag ungu leikmannanna í 5-1 sigrinum á Ajax í Meistaradeildinni í kvöld, en hann gerði tíu breytingar á byrjunarliðinu.

Táningarnir þrír, Estevao, Marc Guiu og Tyrique George komust allir á blað og þá skoruðu einnig miðjumennirnir Enzo Fernandez og Moises Caicedo.

Ajax fékk rautt spjald í fyrri hálfleiknum sem breytti leiknum að sögn Maresca.

„Rauða spjaldið breytti leiknum. Við vitum hversu erfitt það er að fá rautt spjald.“

„Við byrjuðum vel. Ég gerði tíu breytingar á liðinu því þetta tímabil getur verið mjög krefjandi þannig við þurfum að rótera aðeins hópnum þar sem það getur verið flókið fyrir þá sem spila alla leikina.“

„Við vitum að þegar þú færð rautt spjald þegar tíu mínútur eru eftir þá er það í lagi, en þegar það er meira en klukkutími eftir þá verður þetta erfitt fyrir alla.“

„Við treystum mörgum af ungu leikmönnunum. Þetta eru aðferðir félagsins, ekki bara að leyfa þeim sem við kaupum að spila heldur líka að taka menn upp úr akademíunni.“

„Við gátum vel skorað fleiri mörk, en við reyndum að stjórna leiknum. Á laugardag mætum við Sunderland og þeir eru líkamlega sterkir. Við erum ánægðir, en allir leikir eru ólíkir,“
sagði Maresca.
Athugasemdir
banner