Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   mið 22. október 2025 18:19
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir finnsku meisturunum Kuopion Palloseura, betur þekkt sem KuPS, í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn verður á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:45 en þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, sem tók við á mánudag eftir að Halldór Árnason var nokkuð óvænt látinn taka pokann sinn.

Ólafur Ingi ræddi við Fótbolta.net eftir fréttamannafund á Laugardalsvelli í dag. Hlutirnir hafa gerst hratt og skyndilega er Evópuleikur handan við hornið. Ólafur fer beint í djúpu laugina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og skemmtilegur leikur að byrja á," segir Ólafur. Er komið að fyrsta sigri Breiðabliks í Sambandsdeildinni?

„Vonandi. Við stefnum klárlega á það. Við erum að mæta mjög góðu liði. En þetta er eitt af þeim liðum sem við teljum okkur eiga góða möguleika á að gera eitthvað á móti."

Er ekki skrítið hversu hratt þetta hefur verið að gerast, og vera allt í einu mættur á fréttamannafund á Laugardalsvelli?

„Jú, þetta er alveg pínu súrrealískt allt saman. Ég neita því ekki en þetta er skemmtilegt. Það hefur verið tekið vel á móti mér. Það hefur verið mikið að gera þessa daga en ótrúlega skemmtilegt," segir Ólafur.

Skynjar ekki að menn séu litlir í sér
Hvernig skynjar þú andann í hópnum, er sjálfstraustið lágt?

„Ég skynja það ekki þannig. Kannski eðlilegt að þú spyrjir. Það hefur verið pínu brekka undanfarnar vikur en ég skynja ekki að menn séu eitthvað litlir í sér. Ég skynja orku og að menn séu tilbúnir í verkefni morgundagsins," segir Ólafur Ingi.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Óli meðal annars um mótherja morgundagsins, nýjan mann í þjálfarateyminu, mikilvægi stuðningsmanna og leikinn mikilvægu við Stjörnuna á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner