Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
banner
   mið 22. október 2025 18:19
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Ólafur Ingi og Emil Páls á æfingu á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir finnsku meisturunum Kuopion Palloseura, betur þekkt sem KuPS, í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn verður á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:45 en þetta verður fyrsti leikur Breiðabliks undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar, sem tók við á mánudag eftir að Halldór Árnason var nokkuð óvænt látinn taka pokann sinn.

Ólafur Ingi ræddi við Fótbolta.net eftir fréttamannafund á Laugardalsvelli í dag. Hlutirnir hafa gerst hratt og skyndilega er Evópuleikur handan við hornið. Ólafur fer beint í djúpu laugina.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

„Þetta er ótrúlega spennandi verkefni og skemmtilegur leikur að byrja á," segir Ólafur. Er komið að fyrsta sigri Breiðabliks í Sambandsdeildinni?

„Vonandi. Við stefnum klárlega á það. Við erum að mæta mjög góðu liði. En þetta er eitt af þeim liðum sem við teljum okkur eiga góða möguleika á að gera eitthvað á móti."

Er ekki skrítið hversu hratt þetta hefur verið að gerast, og vera allt í einu mættur á fréttamannafund á Laugardalsvelli?

„Jú, þetta er alveg pínu súrrealískt allt saman. Ég neita því ekki en þetta er skemmtilegt. Það hefur verið tekið vel á móti mér. Það hefur verið mikið að gera þessa daga en ótrúlega skemmtilegt," segir Ólafur.

Skynjar ekki að menn séu litlir í sér
Hvernig skynjar þú andann í hópnum, er sjálfstraustið lágt?

„Ég skynja það ekki þannig. Kannski eðlilegt að þú spyrjir. Það hefur verið pínu brekka undanfarnar vikur en ég skynja ekki að menn séu eitthvað litlir í sér. Ég skynja orku og að menn séu tilbúnir í verkefni morgundagsins," segir Ólafur Ingi.

Í viðtalinu hér að ofan ræðir Óli meðal annars um mótherja morgundagsins, nýjan mann í þjálfarateyminu, mikilvægi stuðningsmanna og leikinn mikilvægu við Stjörnuna á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner