Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   mið 22. október 2025 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalið KA fékk PAOK frá Grikklandi í heimsókn í Evrópukeppni unglingaliða í dag. KA tapaði leiknum 2-0. Fótbolti.net ræddi við Valdimar Loga Sævarsson, leikmann KA, eftir leikinn.

„Ég hefði viljað fá eitt mark frá okkur inn í þetta. Þeir refsa þegar við gerum mistök. Einföld mörk sem við gefum en við höldum áfram og vinnum þá úti," sagði Valdimar.

Lestu um leikinn: KA U19 0 -  2 PAOK U19

Valdimar var svekktur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Missum boltann eftir innkast og hleypum þeim nær markinu og auðvelt mark. Seinna var lélegt líka," sagði Valdimar sem var mjög sigurviss fyrir seinni leikinn sem fer fram þann 5. nóvember í Grikklandi.

„Ég er gríðarlega ánægður með strákana. VIð erum að mæta gríðarlega sterku liði, vel gert," sagði Valdimar.

Valdimar er mjög ánægður með þessa keppni. KA menn fjölmenntu í Bogann í dag. KA lagði FS Jelgava frá Lettlandi í síðustu umferð.

„Þetta er ógeðslega gaman. Geggjað að sjá allt fólkið sem mætir. Frábært að ná sigrinum þar (gegn Jelgava) og komast áfram, meira ævintýri," sagði Valdimar.

Leikurinn átti að fara fram á Greifavellinum en vegna snjókomu var leiknum frestað um tvo tíma og færður í Bogann.

„Það var mjög skrítið. Við biðum upp í KA, mættir inn í klefann svo var mjög mikil óvissa. Þurftum að fara aftur í mat, alvöru óvissa en mjög gaman," sagði Valdimar.
Athugasemdir