29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 22. október 2025 21:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalið KA fékk PAOK frá Grikklandi í heimsókn í Evrópukeppni unglingaliða í dag. KA tapaði leiknum 2-0. Fótbolti.net ræddi við Valdimar Loga Sævarsson, leikmann KA, eftir leikinn.

„Ég hefði viljað fá eitt mark frá okkur inn í þetta. Þeir refsa þegar við gerum mistök. Einföld mörk sem við gefum en við höldum áfram og vinnum þá úti," sagði Valdimar.

Lestu um leikinn: KA U19 0 -  2 PAOK U19

Valdimar var svekktur með mörkin sem liðið fékk á sig.

„Missum boltann eftir innkast og hleypum þeim nær markinu og auðvelt mark. Seinna var lélegt líka," sagði Valdimar sem var mjög sigurviss fyrir seinni leikinn sem fer fram þann 5. nóvember í Grikklandi.

„Ég er gríðarlega ánægður með strákana. VIð erum að mæta gríðarlega sterku liði, vel gert," sagði Valdimar.

Valdimar er mjög ánægður með þessa keppni. KA menn fjölmenntu í Bogann í dag. KA lagði FS Jelgava frá Lettlandi í síðustu umferð.

„Þetta er ógeðslega gaman. Geggjað að sjá allt fólkið sem mætir. Frábært að ná sigrinum þar (gegn Jelgava) og komast áfram, meira ævintýri," sagði Valdimar.

Leikurinn átti að fara fram á Greifavellinum en vegna snjókomu var leiknum frestað um tvo tíma og færður í Bogann.

„Það var mjög skrítið. Við biðum upp í KA, mættir inn í klefann svo var mjög mikil óvissa. Þurftum að fara aftur í mat, alvöru óvissa en mjög gaman," sagði Valdimar.
Athugasemdir
banner
banner