Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
banner
   mið 22. október 2025 18:01
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Frá æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Frá æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Það hafa verið tíðindamiklir dagar í Kópavoginum en Halldór Árnason var rekinn sem þjálfari Breiðabliks á mánudaginn og Ólafur Ingi Skúlason hætti með U21 landsliðið til að taka við starfinu.

Strax á morgun er fyrsti leikur Blika undir stjórn Ólafs en liðið tekur á móti KuPS á Laugardalsvelli í Sambandsdeild Evrópu. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag.

Fyrsta spurning var út í viðbrögð leikmanna þegar stóru fréttirnar bárust á mánudaginn.

„Auðvitað var þetta sjokk inn í hópinn. Þetta hefur verið viðburðarík vika en það er stutt í risaleik í deildarkeppni í Evrópu. Hópurinn er í dag með einbeitingu á leikinn á morgun og að skapa smá stemningu inn í þessa deildarkeppni," segir Höskuldur.

„Ég get ekki talað fyrir allan hópinn en þetta var sjokkerandi. Við bjóðum bara Óla velkominn. Frábær þjálfari og toppmaður. Nú er það okkar að þétta okkur á bak við hann og sýna á morgun að við höfum trú á þessu verkefni."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

Hvernig hefur Óli komið inn í þetta fyrstu dagana?

„Hann hefur fengið tvær æfingar. Hann kemur á góðum forsendum inn í þetta, þetta er of skarpur tími til að ætla að umturna einhverju. Hann er að stilla þessu upp þannig að skerpa á ákveðnum hlutum og reyna að skapa stemningu fyrir þessa keppni."

„Við ætlum að fara út á völl á morgun og sækja til sigurs. Það er okkar hugarfar fyrir leikinn. Ég held að þetta lið sé sambærilegt við bestu lið á Íslandi. Við komum hugrakkir í þennan leik."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Höskuldur meðal annars um úrslitaleikinn gegn Stjörnunni um Evrópusæti sem verður á sunnudag og um að spila á Laugardalsvelli á morgun.
Athugasemdir