Íslendingalið Álasunds er í baráttu um að komast upp í norsku úrvalsdeildina en liðið vann þriðja deildarleikinn í röð í kvöld.
Davíð Snær Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson eru á mála hjá Álasundi, en hvorugur þeirra kom við sögu í 2-1 sigri liðsins á Lyn.
Davíð var fjarri góðu gamni á meðan Ólafur sat allan tímann á varamannabekknum.
Þriðji sigur Álasunds í röð sem situr í 4. sæti með 47 stig, þremur stigum frá öruggu sæti í efstu deild.
Hinrik Harðarson kom inn af bekknum undir lokin er Odd fékk 7-1 skell gegn Lilleström.
Odd er í 9. sæti B-deildarinanr með 32 stig og á ekki lengur möguleika á að komast í umspilið.
Athugasemdir