Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mið 22. október 2025 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Álasund á skriði og í baráttu um að fara upp - Hinrik kom við sögu í stóru tapi
Hinrik Harðar rúman stundarfjórðung í tapi Odd
Hinrik Harðar rúman stundarfjórðung í tapi Odd
Mynd: Odd
Íslendingalið Álasunds er í baráttu um að komast upp í norsku úrvalsdeildina en liðið vann þriðja deildarleikinn í röð í kvöld.

Davíð Snær Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson eru á mála hjá Álasundi, en hvorugur þeirra kom við sögu í 2-1 sigri liðsins á Lyn.

Davíð var fjarri góðu gamni á meðan Ólafur sat allan tímann á varamannabekknum.

Þriðji sigur Álasunds í röð sem situr í 4. sæti með 47 stig, þremur stigum frá öruggu sæti í efstu deild.

Hinrik Harðarson kom inn af bekknum undir lokin er Odd fékk 7-1 skell gegn Lilleström.

Odd er í 9. sæti B-deildarinanr með 32 stig og á ekki lengur möguleika á að komast í umspilið.
Athugasemdir
banner
banner