Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reynslumikill leikmaður vill spila á Íslandi
Mynd: EPA
Færeyingurinn Gilli Sörensen hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að spila á Íslandi.

Hann er 33 ára miðvörður sem var á sínum tíma á mála hjá Aberdeen í Skotlandi og skoraði á árunum 2016-2020 tíu mörk í 97 deildarleikjum með norska liðinu Brann. Á árum áður lék Gilli meira sem bakvörður.

Alls á hann að baki 139 leiki í norsku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim ellefu mörk og lagði upp önnur ellefu samkvæmt Transfermarkt.

Gilli, sem á að baki 66 landsleiki, er í dag leikmaður KÍ Klaksvíkur í heimalandinu. Hann lék síðast með landsliðinu árið 2023.

Hann hefur einnig leikið í dönsku Superliga á sínum ferli, með Vejle og Álaborg.


Athugasemdir
banner
banner