sun 03. nóvember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd býður stuðningsmönnum til Astana
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsækir Kasakstan fimmtudaginn 28. nóvember til að spila við FC Astana í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hluti stuðningsmanna Rauðu djöflanna sem ætlaði að gera sér ferð til Kasakstan lenti illa í því þegar ferðafyrirtækið Thomas Cook varð gjaldþrota.

Man Utd hefur tilkynnt að þeir stuðningsmenn sem geti sannað fram á að hafa keypt ferðalag hjá Thomas Cook til Kasakstan fái fría ferð borgaða af félaginu.

Manchester City, Liverpool og Chelsea eru meðal félaga sem voru í samstarfi við Thomas Cook. Gjaldþrotið mun þó ekki hafa áhrif á stuðningsmenn liðanna í næstu leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner