Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool fylgist með Semenyo og Mbeumo
Liverpool er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Semenyo. Það verður erfitt fyrir Bournemouth að halda leikmanninum ef hann heldur áfram að standa sig vel.
Liverpool er ekki eina félagið sem hefur áhuga á Semenyo. Það verður erfitt fyrir Bournemouth að halda leikmanninum ef hann heldur áfram að standa sig vel.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að enska stórveldið Liverpool, sem trónir á toppi úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir 10 umferðir, sé að fylgjast náið með tveimur sóknarleikmönnum.

Liverpool gæti bætt við sig einum sóknarleikmanni í janúarglugganum og eru njósnarar félagsins að skoða Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, gaumgæfilega ásamt Bryan Mbeumo hjá Brentford.

Semenyo er 24 ára kantmaður að upplagi með langtímasamning við Bournemouth. Hann er algjör lykilmaður undir stjórn Andoni Iraola og er búinn að skora fjögur mörk og gefa eina stoðsendingu í tíu leikjum á deildartímabilinu.

Mbeumo, 25, er einnig kantmaður að upplagi og hefur hann stigið upp eftir að Ivan Toney var seldur frá Brentford. Mbeumo er kominn með 8 mörk í 9 fyrstu deildarleikjum tímabilsins, sem er jafn mikið og Manchester United og Crystal Palace hefur tekist að skora á upphafi tímabils.
Athugasemdir
banner
banner
banner