Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mán 03. nóvember 2025 10:00
Kári Snorrason
Fiorentina í fjölmiðlabann eftir verstu byrjun sögunnar
Fiorentina er án sigurs í fyrstu tíu leikjum ítölsku deildarinnar.
Fiorentina er án sigurs í fyrstu tíu leikjum ítölsku deildarinnar.
Mynd: EPA

Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans í Fiorentina voru settir í fjölmiðlabann eftir 1-0 tap gegn Pisa í gær.

Liðið er enn án sigurs í ítölsku deildinni eftir fyrstu tíu leiki tímabilsins. Fiorentina situr nú í 19. sæti deildarinnar með fjögur stig, sem er versta byrjun í sögu liðsins. 


Eftir tapið gegn Pisa í gær gaf félagið út yfirlýsingu þar sem greint var frá því að enginn fulltrúi félagsins væri til tals við fjölmiðla eftir leikinn.

Stefano Pioli, þjálfari liðsins, er undir mikilli pressu en hundruðir stuðningsmanna liðsins mótmæltu fyrir utan Stadio Franchi, heimavöll Fiorentina, vegna dapurs gengis Fiorentina.

Þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik í deild á tímabilinu hefur Fiorentina unnið báða leiki sína í Sambandsdeildinni.

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina en hann hefur spilað átta leiki í deildinni á tímabilinu en hann hefur skorað eitt mark og lagt upp annað.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner