Fanndís Friðriksdóttir segir í viðtali við Vísi að hún gæti lagt skóna á hilluna.
Hún er samningslaus eftir að samningur hennar við Val rann út og hefur hún ekkert heyrt frá Val eftir að tímabilinu í Bestu deildinni lauk.
Hún er samningslaus eftir að samningur hennar við Val rann út og hefur hún ekkert heyrt frá Val eftir að tímabilinu í Bestu deildinni lauk.
„Ég er orðin 35 ára þannig að ég passa kannski ekki inn í stefnuna," segir Fanndís við Vísi og segist hafa hugsað um að leggja skóna á hilluna. Í greininni er sagt frá því að Valur hafi boðað breytingar að undanförnu og kynnt nýja stefnu sem feli í sér að efla grasgrótarstarfið og að gefa yngri leikmönnum tækifæri.
Fyrir síðasta tímabil var einblínt á að sækja efnilega leikmenn og því hefur verið haldð áfram núna í haust. Á móti fóru reynslumiklir leikmenn eftir síðasta tímabil; Katie Cousins fór í Þrótt og markadrottningin Berglind Björg Þorvaldsdóttir var látin fara.
Fanndís átti gott tímabil með Val, skoraði átta mörk í 23 leikjum sem er það mesta sem hún hefur skorað í deildinni síðan 2017. Hún var kölluð inn í landsliðshópinn í Þjóðadeildinni í sumar og spilaði sinn 110. landsleik í júní eftir nokkurra ára fjarveru frá landsliðinu.
Fanndís hefur skorað 188 mörk í 394 KSÍ leikjum á ferlinum en hún hefur leikið með Kolbotn, Arna-Björnar, Marseille og Adelaide erlendis.
Athugasemdir




