Ein af sögum sumarsins er sala Vals á Tómasi Bent Magnússyni en Tómas var einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar skoska félagið Hearts keypti hann snemma í ágúst. Mikið hefur verið rætt og ritað um söluna, menn hafa velt því fyrir sér hvort Valur hefði getað hafnað tilboði Hearts og velt því fyrir sér hvort Tómas hefði getað hafnað því að fara þar sem Valur var á leið í bikarúrslit og á toppi Bestu deildarinnar. 
Eins og staðan er í dag er Tómas að taka þátt í öllum leikjum Hearts sem er á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Hann var á skotskónum í öruggum heimasigri gegn Dundee FC á laugardag.
Fótbolti.net ræddi við Björn Steinar Jónsson, formann fótboltadeildar Vals, í dag og var hann spurður hvort hann sæi eftir því að hafa ekki fengið inn mann í stað Tómasar.
                                    
                
                                    Eins og staðan er í dag er Tómas að taka þátt í öllum leikjum Hearts sem er á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Hann var á skotskónum í öruggum heimasigri gegn Dundee FC á laugardag.
Fótbolti.net ræddi við Björn Steinar Jónsson, formann fótboltadeildar Vals, í dag og var hann spurður hvort hann sæi eftir því að hafa ekki fengið inn mann í stað Tómasar.
„Einhver eftir á speki um það er eitthvað sem við græðum í sjálfu sér ekki neitt á. Að sjálfsögðu var tímapunkturinn óheppilegur, við vildum ekki missa Tómas, en við sjáum þetta þannig að við erum og eigum að vera í því að vera deild sem þróar leikmenn til þess að geta tekið næsta skref á sínum ferli. Eins og við sjáum þá er hann að taka þátt í toppbaráttunni í skosku úrvalsdeildinni sem er miklu stærra svið," segir Björn Steinar.
„Á þessum tíma vorum við með tvo miðjumenn á leið til baka (úr meiðslum), Birki Heimisson og Marius Lundemo. Tveir algjörir toppleikmenn. Það var alveg skoðað að fá inn mann í staðinn, en það þurfti að vera leikmaður sem við töldum að gæti komið beint inn í liðið og styrkt okkur. Niðurstaðan varð sú að það voru ekki betri kostir í boði en þeir sem við vorum með í hópnum," segir formaðurinn.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        
        
                                
                                    

