Logi hefur spilað 12 landsleiki og verður að öllum líkindum í landsliðshópnum sem tilkynntur verður á miðvikudag.
Logi Tómasson hefur farið mjög vel af stað með liði sínu Samsunspor í Tyrklandi. Hann var keyptur til félagsins frá norska félaginu Strömsgodset í sumar og hefur vakið athygli fyrri öfluga og stöðuga frammistöðu.
Hann var til umfjöllunar í tyrkneskum miðlum í síðustu viku og fékk hann hrós fyrir formið sitt; þá orku og þann kraft sem hann hefur sýnt til þessa. Talað er um að hann hafi kostað 700 þúsund evrur þegar Samsunspor keypti hann en markaðsvirði hans sé 1,5 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt.
„Hann býr yfir endalausri orku bæði í sókn og vörn. Spilamennska hans og hæfni til að gera vel úti vinstra megin er einstök. Hann er einn af þeim bakvörðum í Süper Lig sem eru hvað öflugastir í að vinna boltann. Hann hefur þegar spilað 14 leiki á þessu tímabili, skorað eitt mark og lagt upp tvö," segir í lauslegri þýðingu í umfjöllun golvarmi.com.
Hann var til umfjöllunar í tyrkneskum miðlum í síðustu viku og fékk hann hrós fyrir formið sitt; þá orku og þann kraft sem hann hefur sýnt til þessa. Talað er um að hann hafi kostað 700 þúsund evrur þegar Samsunspor keypti hann en markaðsvirði hans sé 1,5 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt.
„Hann býr yfir endalausri orku bæði í sókn og vörn. Spilamennska hans og hæfni til að gera vel úti vinstra megin er einstök. Hann er einn af þeim bakvörðum í Süper Lig sem eru hvað öflugastir í að vinna boltann. Hann hefur þegar spilað 14 leiki á þessu tímabili, skorað eitt mark og lagt upp tvö," segir í lauslegri þýðingu í umfjöllun golvarmi.com.
Vakin er athygli á öflugri Loga þegar kemur að því að vinna boltanum. Logi var fyrir leiki liðinnar helgar í sjötta sæti á listanum yfir bakverði tyrknesku deildarinnar með 28 unna bolta en ungverski landsliðsmaðurinn Roland Sallai var efstur með 35 unna bolta.
Logi hefur fengið góða dóma og út frá einkunnareikningi FotMob hefur hann þrisvar sinnum verið í lið vikunnar.
Samsunspor er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig eftir ellefu leiki. Galatasaray er á toppnum með 29 stig. Logi hefur verið í byrjunarliði Samsunspor í öllum leikjum frá komu sinni og spilar oftar en ekki allar 90 mínúturnar.
Athugasemdir



