Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   mán 03. nóvember 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Arsenal minnir mig smá á Víkingsliðið"
'Það er starf þjálfarans að spila þann fótbolta sem hentar hópnum best'
'Það er starf þjálfarans að spila þann fótbolta sem hentar hópnum best'
Mynd: EPA
Rætt var um topplið enska boltans, Arsenal, í Kjaftæðinu í gær. Baldvin Borgarsson stýrir þættinum og gestirnir voru þeir Matthías Vilhjálmsson og Aron Sigurðarson.

Matthías, sem varð Íslandsmeistari með Víkingi í sumar, sér líkindi með Arsenal og Víkingi.

„Arsenal er maskína, ekkert eðlilega þéttir og minnir mig smá á Víkingsliðið stundum. Þetta er vinningsvél, jafnir leikir, föst leikatriði, massífir, lokað til baka og gera það sem þarf til að vinna leiki og gert það drulluvel. Svo er spurning hvort liðin verða langt frá þeim í febrúar og mars, þá kemur oft meiri pressa á þessi topplið," segir Matthías.

„Er þetta ekki bara það sem við sáum koma? Mér finnst þetta vera búinn að vera tröppugangur upp á við síðustu ár og það vissu allir að þeir myndu berjast um þetta á endanum. Þeir líta hrikalega vel út, búnir að fá á sig þrjú mörk í tíu leikjum sem er bara bull. Síðan tala menn um hvort þeir muni 'Arsenala' yfir sig undir lok tímabils. Akkúrat núna sé ég það ekki gerast, þeir eru það rútíneraðir og það góðir. Ég sé þá eiginlega labba með þessa deild," segir Aron.

„Mér finnst gaman að horfa á nokkra leikmenn, t.d. Eze, Saka og Ödegaard. En eins og með Víking finnst mér ekkert geðveikt að horfa á Arsenal. En þeir vinna alla leiki og eru með geðveika leikmenn innanborðs. Það eru svo margar leiðir til að spila fótbolta og vinna fótboltaleiki. Það er starf þjálfarans að spila þann fótbolta sem hentar hópnum best," bætti KR-ingurinn við.
Kjaftæðið - Aron Sig og Matti Villa ræddu Enska, sumarið og ferilinn!
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner