Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kimberley Dóra í Val (Staðfest)
,,Hefur stöðugt heillað okkur"
Kvenaboltinn
Mynd: Valur
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir er gengin í raðir Vals en hún kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Þór/KA. Kimberley er fædd árið 2005 og var valin besti leikmaður Þórs/KA á lokahófi félagsins.

Hún skrifar undir tveggja ára samning á Hlíðarenda, en fleiri félög vildu fá hana í sínar raðir.

„Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Kimberley þegar fest sig í sessi sem einn kraftmesti miðjumaður Bestu deildarinnar," segir í tilkynningu Vals.

Kimberley Dóra hefur leikið 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og bætti við 19. landsleiknum fyrir U23 landsliðið í júní þegar hún lék gegn Skotlandi.

„Kimberley er einstaklega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur þegar sýnt þroska langt umfram aldur. Hún býr yfir frábærum leikskilningi, varnargreind og getu til að stjórna miðjunni – eiginleikum sem passa fullkomlega við okkar leikstíl og stefnu. Við höfum fylgst náið með framþróun hennar og hún hefur stöðugt heillað okkur með yfirvegun, stöðugleika og forystu á vellinum."

„Við trúum því að Kimberley hafi mikið fram að færa og muni blómstra í okkar umhverfi – við hlökkum til að sjá hana spila í rauða búningnum,"
segir Gareth Owen sem er tæknilegur ráðgjafi fótboltadeildar Vals.

Kimberley er annar leikmaðurinn sem Valur krækir í frá Þór/KA í vetur því Sonja Björg Sigurðardóttir samdi við félagið í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner