þri 03. desember 2019 11:00
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA í Moskvu, hefur verið valinn í úrvalslið umferðarinnar í rússnesku úrvalsdeildinni aðra umferðina í röð.

Alls hefur íslenski landsliðsmaðurinn verið í úrvalsliðinu fimm sinnum þegar átján umferðum er lokið.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í liði CSKA sem tapaði 0-1 fyrir Arsenal Tula í gær. Þrátt fyrir tapið er Hörður í úrvalsliðinu.

CSKA Moskva er í fjórðu sæti rússnesku deildarinnar. Zenit í Pétursborg hefur haft yfirburði og er á toppnum, níu stigum ofar.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner