Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. desember 2020 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Bráðabirgðaforseti Barcelona: Ég hefði selt Messi
Lionel Messi fer líklega frá Barcelona næsta sumar
Lionel Messi fer líklega frá Barcelona næsta sumar
Mynd: Getty Images
Carles Tusquets, bráðabirgðaforseti Barcelona á Spáni, hefði selt Lionel Messi frá félaginu í sumar ef hann hefði verið við stjórnvölin.

Argentínski sóknartengiliðurinn verður samningslaus næsta sumar og getur því yfirgefið félagið á frjálsri sölu en hann reyndi að losa sig frá Börsungum eftir síðasta tímabil.

Leikmaðurinn fékk loforð frá félaginu um að hann gæti rift samningnum eftir tímabilið en vegna áhrifa kórónaveirunnar þá lengdist tímabilið og féll því klásúlan úr gildi.

Mikil óánægja var með störf Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, og ákvað hann að segja starfi sínu lausu ásamt stjórn félagsins í október.

Tusquets tók við forsetastarfinu tímabundið eða fram að forsetakosningunum sem fara fram í febrúar. Ef hann hefði fengið einhverju ráðið þá hefði hann selt Messi í sumar.

„Ef við hugsum um efnahaginn þá hefði ég selt Messi í sumar því það hefði verið besti kosturinn í stöðunni miðað við peninginn sem félagið hefði fengið og allur peningurinn sem það hefði getað sparað. Spænska deildin verður að setja launaþak," sagði Tusquets.

Messi er orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint-Germain en bæði Neymar og Leandro Paredes halda í vonina um að hann mæti til Frakklands.
Athugasemdir
banner
banner