Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   fös 03. desember 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elskar að búa í Southampton en saknar stundum austurrísku fjallanna
Ralph Hasenhuttl hefur verið stjóri Southampton í þrjú ár. Hann tók við liðinu þegar Mark Hughes var látinn fara.

„Þetta er dásamlegur staður að búa á. Ég elska fólkið, elska virðinguna sem það sýnir þér á öllum sviðum lífsins hérna," sagði Hasenhuttl spurður út í árin þrjú.

„Það er ekki margt sem ég sakna, kannski stundum fjallanna í Austurríki en þau svo sem fara hvergi, þau bíða eftir mér þegar ég hætti hér. Ég væri ekki hreinskilinn ef ég myndi segja að þetta væri ekki erfitt, ég vissi að þetta yrði erfitt á köflum."

„Aðalmarkmiðið er að halda sæti sínu í deildinni og allir leikir eru barátta um að lifa af. Mér finnst við hafa tekið skref fram á við frá því ég tók við."

„Jafnvel þó að við seljum leikmenn fyrir mikinn pening þá erum við í því að endurbyggja liðið, svoleiðis þurfum við að gera þetta. Ég nýt starfsins á hverjum degi, það er frábært að vinna hjá þessu félagi með mínu starfsliði,"
sagði Hasenhuttl.

Southampton mætir Brighton á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner