
Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, var í skýjunum yfir frammistöðu Denzel Dumfries í 3-1 sigrinum á Bandaríkjunum í kvöld og var það sjáanlegt á fréttamannafundinum eftir leikinn.
Dumfries átti sinn besta leik á mótinu til þessa. Hann lagði upp fyrstu tvö mörkin, bjargaði á línu og skoraði svo þriðja mark liðsins.
Holland er komið áfram í 8-liða úrslit mótsins en liðið mætir Argentínu eða Ástralíu þar.
Van Gaal var hinn allra hressasti á fréttamannafundinum eftir sigurinn í kvöld og fékk Dumfries veglegan koss frá þjálfaranum.
„Í gær gaf ég honum stóran og feitan koss og núna ætla ég að gefa honum annan,“ sagði Van Gaal áður en hann kyssti leikmanninn á kinnina.
Netherlands manager Louis van Gaal kisses defender Denzel Dumfries to show his appreciation 🇳🇱 pic.twitter.com/omTxzQBNDU
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 3, 2022
Athugasemdir