Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   sun 03. desember 2023 17:34
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Meiðsli Matip varpa skugga á sigurinn
Jurgen Klopp var með bros á vör eftir sigurinn. Hann segir þetta hafa verið góða byrjun á þeirri erfiðu leikjatörn sem er framundan.
Jurgen Klopp var með bros á vör eftir sigurinn. Hann segir þetta hafa verið góða byrjun á þeirri erfiðu leikjatörn sem er framundan.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið.
Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið.
Mynd: EPA
Það var boðið upp á sannkallaða veislu þegar Liverpool vann dramatískan sigur gegn Fulham 4-3 í dag. Fulham var yfir í leiknum þegar tíu mínútur voru eftir en Liverpool spýtti í lófana og skoraði tvívegis á lokakaflanum.

„Ég held að ég hafi aldrei séð fótboltaleik með svona mörgum fallegum mörkum," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn.

„Við vorum smá kjánar og gáfum þetta næstum því fá okkur. Varnarleikurinn var afleitur í mörkunum sem við fengum á okkur. Smáatriði ráða úrslitum í fótbolta. Við vorum mjög góðir í leiknum og spiluðum oft vel en staðan var 2-2 í hálfleik og það var verðskuldað."

„Þeir skoruðu svo frábært mark og komust 3-2 yfir. Ég held að allir í Fulham treyjum hafi haldið að þetta yrði sigurmarkið. Þá svöruðum við með tveimur mörkum í heimsklassa."

„Við breyttum kerfinu nokkrum sinnum. Það voru erfiðir kaflar og ég vil hrósa Fulham. Þeir voru með skýra áætlun, þegar við duttum niður þá sköpuðu þeir vandræði. Þetta var góð byrjun á þéttri leikjatörn."

Varnarmaðurinn Joel Matip meiddist á hné og Klopp býst við að hann verði frá í töluverðan tíma.

„Stór skuggi á þessum degi eru meiðsli Joel Matip. Mjög óheppileg staða, þetta lítur ekki vel út. Ég er nokkuð viss um að hann verði frá í einhvern tíma," sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner