Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, segist ætla að setja af stað rannsókn á því hvernig á því stóð að kynlífshljóð voru í bakgrunni þegar dregið var í riðla á EM 2024 í gær.
Nokkuð áberandi var þegar kynlífshljóðin heyrðust þegar verið var að draga Sviss í riðil með Skotum, Ungverjum og Þýskalandi og svo virtist sem þetta hafi verið undir niðri í lengri tíma.
Samskonar uppákoma varð hjá BBC í janúar þegar verið var að hita upp fyrir leik Liverpool og Wolves í enska FA bikarnum.
YouTube stjarnan Daniel Jarvis er þekktur fyrir að hrekkja fólk og hann hefur lýst yfir ábyrðginni á báðum uppákomum.
Hann var í beinni á X í gær þar sem hann sýndi frá því þegar hann hringdi í farsíma til setja kynlífshljóðin í gang í Hamburg í Þýskalandi í gær.
„Sko, þetta vorum við, þetta vorum við. Við fórum þarna inn, settum símana þarna, svo hringdum við í þá, kynlífshljóð á EM 2024 drættinum," sagði hann.
Gareth Southgate þjálfari Englands var spurður út í þetta og sagði: „Ég gerði ráð fyrir að þetta hafi verið einhver hrekkur, ehn það var erfitt að átta sig á hvað þetta var," sagði hann.
Myndband þar sem hljóðin heyrast er hér:
Pranking UEFA euro 2024 Draw with sex noise https://t.co/zAo3Q1vQmk
— Jarvo69 (Daniel Jarvis) (@BMWjarvo) December 2, 2023
Someone is playing sex noises at the Euro 2024 draw???????????????????? #EURO2024 pic.twitter.com/f7hzqT1kSF
— Ryy (@AFC_Ryy) December 2, 2023
Athugasemdir