Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   sun 03. desember 2023 12:56
Hafliði Breiðfjörð
UEFA rannsakar kynlífshljóð í drættinum í gær - Jarvis lýsir yfir ábyrgð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, segist ætla að setja af stað rannsókn á því hvernig á því stóð að kynlífshljóð voru í bakgrunni þegar dregið var í riðla á EM 2024 í gær.


Nokkuð áberandi var þegar kynlífshljóðin heyrðust þegar verið var að draga Sviss í riðil með Skotum, Ungverjum og Þýskalandi og svo virtist sem þetta hafi verið undir niðri í lengri tíma.

Samskonar uppákoma varð hjá BBC í janúar þegar verið var að hita upp fyrir leik Liverpool og Wolves í enska FA bikarnum.

YouTube stjarnan Daniel Jarvis er þekktur fyrir að hrekkja fólk og hann hefur lýst yfir ábyrðginni á báðum uppákomum.

Hann var í beinni á X í gær þar sem hann sýndi frá því þegar hann hringdi í farsíma til setja kynlífshljóðin í gang í Hamburg í Þýskalandi í gær.

„Sko, þetta vorum við, þetta vorum við. Við fórum þarna inn, settum símana þarna, svo hringdum við í þá, kynlífshljóð á EM 2024 drættinum," sagði hann.

Gareth Southgate þjálfari Englands var spurður út í þetta og sagði: „Ég gerði ráð fyrir að þetta hafi verið einhver hrekkur, ehn það var erfitt að átta sig á hvað þetta var," sagði hann.

Myndband þar sem hljóðin heyrast er hér:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner