Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin úr opnunarleik Bose - HK með sex á reynslu gegn Víkingi
Rúrik Gunnarsson er fæddur 2005 og kom við sögu í 14 leikjum með KR á tímabilinu.
Rúrik Gunnarsson er fæddur 2005 og kom við sögu í 14 leikjum með KR á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
HK og Víkingur gerðu 4-4 jafntefli í opnunarleik Bose-mótsins sem fram fór í Kórnum í gær. Atli Þór Jónasson gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk HK.

Víkingur spilaði síðast gegn FC Noah á fimmtudag og enginn sem byrjaði þann leik byrjaði leikinn í gær. Þeir Daði Berg Jónsson, Nikolaj Hansen, Helgi Guðjónsson og Haraldur Ágúst Brynjarsson skoruðu mörk Víkings.

Sex leikmenn sem ekki eru skráðir í HK komu við sögu í leiknum. Þeir Haukur Leifur Eiríksson (Þróttur Vogum), Rúrik Gunnarsson (KR) og Unnari Ari Hansson (KFK) voru í byrjunarliðinu og þeir Hrafn Guðmundsson (KR), Auðun Gauti Auðunsson (KF) og Anton Fannar Kjartansson (Ægir) komu inn á.

Þeir Haukur Leifur og Unnar Ari léku undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara HK, hjá Þrótti Vogum sumarið 2021.

Byrjunarlið HK: Ólafur Örn; Rúrik Gunnars, Haukur Leifur, Ísak Aron, Brynjar Snær; Unnar Ari, Eiður Atli, Kristján Snær, Tumi Þorvars, Krisjtán Snær; Atli Þór.

Byrjunarlið Víkings: Pálmi Rafn; Tarik, Davíð Helgi, Halldór Smári, Sveinn Gísli; Matti Villa, Daði Berg, Ísak Daði, Hákon Dagur; Helgi Guðjóns, Nikolaj.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner