banner
   lau 04. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Boateng má yfirgefa Bayern frítt
Mynd: Getty Images
Christian Falk er ritstjóri fótboltahluta þýska fjölmiðlarisans Bild og heldur hann því fram að varnarmaðurinn Jerome Boateng megi fara frítt frá Bayern í janúar.

Boateng er 31 árs gamall og er hvorki í framtíðaráformum FC Bayern né þýska landsliðsins. Samningur hans rennur ekki út fyrr en sumarið 2021 en félagið er tilbúið til að láta hann fara frítt til að losna við hann af launaskrá.

Arsenal hefur mikinn áhuga á Boateng en hann var næstum genginn í raðir Juventus á eins árs lánssamningi síðasta sumar.

Með Bayern hefur Boateng unnið þýsku deildina sjö sinnum, bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni.

Boateng var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi 2015-16 og var valinn í lið ársins í þýsku deildinni. Sama ár var hann valinn í lið ársins af UEFA auk þess að vera í draumaliði Evrópumótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner