Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 04. janúar 2020 14:52
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche: Þurfti að skipta Jóhanni útaf
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði í bikarleik gegn Peterborough en þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í stöðunni 3-1.

Leiknum lauk með 4-2 sigri Burnley og var Sean Dyche sáttur með frammistöðu sinna manna að leikslokum.

„Þetta var fagmannleg frammistaða og sjálfstraust leikmanna skein í gegn," sagði Dyche á fréttamannafundinum og var svo spurður út í skiptinguna á Jóhanni í hálfleik. „Hann þurfti að koma útaf.

„Við vorum góðir á boltanum og mér fannst Aaron Lennon sérstaklega góður. Hart gerði vel þó hann hafi fengið tvö mörk á sig, bæði mörkin komu útfrá mistökum frá öðrum stöðum á vellinum."


Meiðsli Jóhanns eru á vöðva aftan í læri en hann hefur verið frá undanfarna mánuði vegna sömu meiðsla. Alvarleiki meiðslanna mun koma í ljós á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner