Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 04. janúar 2020 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ekstra Bladet: Eriksen á leið til Inter
Danski fjölmiðillinn Ekstra Bladet heldur því fram að Christian Eriksen sé á leið til Inter í þessum mánuði.

Eriksen hefur verið eftirsóttur af félögum á borð við Juventus, Real Madrid og Paris Saint-Germain að undanförnu en samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar.

Eriksen er 27 ára gamall miðjumaður sem hefur gert 31 mark í 94 landsleikjum fyrir Dani og 69 mörk í 300 leikjum fyrir Tottenham.

Inter mun greiða rúmlega 20 milljónir evra fyrir Eriksen og mun hann vera mikill liðsstyrkur í titilbaráttunni. Romelu Lukaku og Alexis Sanchez eru þegar hjá Inter, en Sanchez hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði.

Inter er á toppi Serie A á markatölu sem stendur, með 42 stig eftir 17 umferðir. Lazio er í þriðja sæti með 36 stig og leik til góða.
Athugasemdir