Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 04. janúar 2020 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola lofsamar Harwood-Bellis
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var glaður eftir 4-1 sigurinn á Port Vale í ensku bikarkeppninni í dag.

Oleksandr Zinchenko kom City á bragðið en Port Vale jafnaði óvænt eftir skalla Tom Pope. City gekk þó á lagið eftir það og bætti við þremur mörkum og er liðið því áfram í næstu umferð.

„Þegar Port Vale nær að finna Tom Pope og hlaupa þá er hætta en í seinni hálfleik þá náðum við að skapa okkur fullt af færum til að koma okkur áfram í næstu umferð," sagði Guardiola.

Taylor Harwood-Bellis átti fínan leik í liði City en hann komst einnig á blað.

„Hann er að vaxa á hverjum degi og er leikmaður með mikla hæfileika. Hann hefur þegar spilað í enska deildabikarnum og gerði vel og hann er alltaf með fulla einbeitingu."

„Þetta er elsta bikarkeppnin í þessu landi og auðvitað tökum við svona leiki alvarlega. Maður gerir það sem maður þarf að gera, núna erum við komnir áfram í næsta drátt en það er löng leið að úrslitaleiknum."

Guardiola bauð leikmönnum Port Vale að koma inn í klefann eftir leikinn og ræða við leikmenn City.

„Það er frábært þegar þessi lið geta verið með leikmönnum okkar og þess vegna er þessi keppni svona sérstök," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner