Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. janúar 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Ferdinand undir áhrifum áfengis er hann spilaði gegn Arsenal
Rio Ferdinand í leik með West Ham
Rio Ferdinand í leik með West Ham
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, sparkspekingur á BT Sport, spilaði undir áhrifum áfengis með West Ham United gegn Arsenal árið 1996 en hann segir frá þessu í hlaðvarpsþætti Mo Gilligan.

Ferdinand átti magnaðan feril með félögum á borð við West Ham, Leeds og Manchester United auk þess sem hann var mikilvægur hlekkur í vörn enska landsliðsins áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2015.

Hann ólst upp hjá West Ham og var að stíga sín fyrstu skref með aðalliðinu árið 1996 er liðið mætti Arsenal. Hann var ekki valinn í hópinn er liðið spilaði á Highbury og ákvað því að gera vel við sig og fá sér í glas.

Ferdinand hafði drukkið þrjá áfenga drykki áður en búningastjórinn hleypur upp í stúku og segir honum að hann þurfi að vera í hóp eftir að Paulo Futre neitaði að spila í leiknum.

Futre heimtaði að fá að spila í treyju númer 10 en varð ekki að ósk sinni og neitaði því að spila. Ferdinand var því kallaður inn í hópinn.

„Ég var með brandí og kók þegar það er kallað á mig að setja drykkinn á borðið. Ég var búinn með þrjá svona drykki og var að fara að spila á Highbury," sagði Ferdinand.

Ferdinand byrjaði á bekknum en kom inná fyrir Slaven Bilic þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Hann var þó feginn að hafa ekki byrjað leikinn.

„Ég var þungt hugsi á bekknum. Ég eiginlega vonaði að ég myndi ekki koma inná. Ég var búinn með þrjá drykki og gat ómögulega komið inn á völlinn en svo endaði þetta á því að ég kom inná," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner