Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 04. janúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Grealish útskýrir af hverju hann spilar með sokkana niðri
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, hefur spilað mjög vel í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Grelaish hefur á ferli sínum spilað með sokkana neðar en flestir fótboltamenn gera. Í viðtali við BBC á dögunum útskýrði hann að um hjátrú er að ræða.

„Auðvitað eiga sokkarnir að fara upp fyrir kálfana á þér," sagði Grealish.

„Eitt árið minnkuðu sokkarnir í þvotti og þeir vildu ekki fara hærra. Ég spilaði mjög vel í kjölfarið og þetta endaði á að verða hjátrú hjá mér."
Athugasemdir
banner