Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. janúar 2021 09:24
Magnús Már Einarsson
Solskjær losar sig við sex leikmenn - Alli til PSG?
Powerade
Solskjær ætlar að láta leikmenn fara í þessum mánuði.
Solskjær ætlar að láta leikmenn fara í þessum mánuði.
Mynd: Getty Images
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír þessa dagana enda búið að opna félagaskiptagluggann.



Tottenham hefur hafið viðræður við Harry Kane um nýjan samning. Kane skrifaði undir nýjan sex ára samning árið 2018 en Tottenham vill gera nýjan samning við framherjann eftir að Manchester City og PSG sýndu honum áhuga. (Independent)

Starf Frank Lampard, stjóra Chelsea, er í mikilli hættu og félagið er farið að skoða aðra stjóra. (The Athletic)

PSG er í viðræðum við Everton um að kaupa Moise Kean (20) á 31 milljón punda. Kean er í láni hjá PSG í dag. (Sky Sports)

Mauricio Pochettino, nýráðinn þjálfari PSG, má styrkja hópinn og hann gæti fengið Dele Alli (24) frá sínu gamla félagi Tottenham. (Mirror)

Pochettino er nú þegar búinn að ræða við Alli. (Foot Mercato)

Paulo Dybala (27) verður seldur frá Juventus í sumar ef hann framlengir ekki samning sinn við félagið. Tottenham og Manchester United vildu fá Dybala síðastliðið sumar. (Tuttosport)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, ætlar að selja eða lán sex leikmenn frá félaginu í janúar. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sergio Romero, Phil Jones, Marcos Rojo, Jesse Lingard, Daniel James og Brandon Williams. (Sun)

Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill að félagið kaupi framherja í janúar. (Goal)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ætlar að ræða við Alexandre Lacazette (29) um nýjan samning næsta sumar. (Standard)

Lucas Digne (27) er nálægt því að ganga frá nýjum samningi við Everton. (Liverpool Echo)

Arsenal er tilbúið að kalla miðjumanninn Lucas Torreira (24) til baka úr láni frá Atletico Madrid en Fiorentina hefur áhuga á honum. (Express)

Joan Jordan (26) segist vera mjög ánægður hjá Sevilla en miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Arsenal. (Football London)

Southampton hefur áhuga á að fá Demarai Gray (24) frítt frá Leicester næsta sumar. (Sun)

Newcastle hefur óskað eftir að fá Hamza Choudhury (23) miðjumann Leicester á láni. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, ætlar að ákveða framtíð Hamza síðar í mánuðinum. (Newcastle Chronicle)

Arsenal, Leeds og Crystal Palace vilja fá markvörðinn Seny Dieng (26) frá QPR. (Sun)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, veit ekki hvort hann geti styrkt hópinn í janúar. (Liverpool Echo)

Daniel Farke (24) segir að kantmaðurinn Emi Buendia sé ekki til sölu en hann hefur verið orðaður við Aston Villa. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner