
Ein breyting er á íslenska landsliðshópnum frá síðasta verkefni. Frá því í nóvember/desember dettur Guðný Árnadóttir úr hópnum og inn kemur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Landsliðshópurinn:
Ásta Eir snýr aftur í hópinn
„Guðný er meidd, með beinmar á ökkla sem hún fékk fyrir tveimur vikum. Ásta kemur inn fyrir hana," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi í dag.
Landsliðshópurinn:
Ásta Eir snýr aftur í hópinn
„Guðný er meidd, með beinmar á ökkla sem hún fékk fyrir tveimur vikum. Ásta kemur inn fyrir hana," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi í dag.
Er hún eini leikmaðurinn sem þú hefðir viljað velja en gast ekki valið?
„Elín Metta Jensen er nýkomin af stað eftir nokkurra mánaða meiðsli, Hlín Eiríksdóttir er að komast í gang aftur, Berglind Rós Ágústsdóttir er að jafna sig eftir aðgerð. Þær eru svona í fljótu bragði þær sem eru frá," sagði Steini.
Hvernig er staðan á Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur?
„Áslaug Munda er ekki farin að geta æft á fullu, hún kom ekki til greina í þennan hóp."
Áslaug fékk höfuðhögg síðasta haust, er það áhyggjuefni hvað hún hefur verið lengi frá?
„Já, auðvitað er það áhyggjuefni. Áslaug Munda ætti mjög líklega að vera í þessum hóp, ætti að vera í kringum þetta. Það eru ákveðin vonbrigði hvað þetta hefur tekið langan tíma og gengur erfiðlega að ná bata í þessu."
Steini horfir á Elísu Viðarsdóttur sem kost í vinstri bakvarðarstöðuna í þessu verkefni. Hallbera Guðný Gísladóttir er eini eiginlegi vinstri bakvörðurinn.
Hefuru átt einhver samtöl við Söru Björk Gunnarsdóttur?
„Nei, ég ætla leyfa henni að koma sér í gang og heyri örugglega í henni á næstunni. Ég fylgist bara með henni á Instagram, hún virðist ekki vera farin að sparka í bolta ennþá," sagði Steini.
Athugasemdir