Aron Sigurðarson er nýr fyrirliði KR en þetta staðfesti þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson í samtali við Fótbolta.net. Aron hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum. Hann tók við hlutverkinu af Theodóri Elmari Bjarnasyni sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og er nú aðstoðarþjálfari KR.
Aron er elstur í leikmannahópi KR og er á leið inn í sitt annað tímabil í Vesturbænum. Hann kom til KR frá danska félaginu Horsens fyrir um ári síðan en hann var í um áratug erlendis sem atvinnumaður. Hann fór frá uppeldisfélaginu Fjölni eftir tímabilið 2015 og lék með Tromsö og Start í Noregi, með Union SG í Belgíu í eitt og hálft tímabil og svo þrjú tímabil með Horsens.
Aron er 31 árs vinstri kantmaður sem skoraði fimm mörk og lagði upp tíu í 22 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Aron er elstur í leikmannahópi KR og er á leið inn í sitt annað tímabil í Vesturbænum. Hann kom til KR frá danska félaginu Horsens fyrir um ári síðan en hann var í um áratug erlendis sem atvinnumaður. Hann fór frá uppeldisfélaginu Fjölni eftir tímabilið 2015 og lék með Tromsö og Start í Noregi, með Union SG í Belgíu í eitt og hálft tímabil og svo þrjú tímabil með Horsens.
Aron er 31 árs vinstri kantmaður sem skoraði fimm mörk og lagði upp tíu í 22 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
„Aron er fyrirmynd fyrir alla aðra leikmenn liðsins varðandi hvernig hann æfir. Hann gengur fram með góðu fordæmi, bæði innan vallar og utan. Ég hef verið feikilega ánægður með hann," segir Óskar.
Sést á honum að hann á um áratug að baki sem atvinnumaður?
„Það er alveg augljóst. Það var mjög auðveld ákvörðun (að velja hann í þetta hlutverk)."
Er einhver opinber varafyrirliði?
„Nei, ekki enn sem komið er. Það kemur í ljós, það gæti verið að það verði margir sem sjái um það. Það eru margir í hópnum sem þurfa ekki að bera fyrirliðaband til að vera leiðtogar í þessu liði," segir Óskar.
Athugasemdir