Stuttgart 1 - 0 Augsburg
1-0 Deniz Undav ('30 )
1-0 Deniz Undav ('30 )
Stuttgart er komið áfram í undanúrslit þýska bikarsins eftir 1-0 sigur liðsins á Augsburg í kvöld.
Leikurinn var einstefna af hálfu Stuttgart stærstan hluta fyrri hálfleiks og var Deniz Undav þeirra hættulegasti maður. Hann fékk gott færi um miðjan hálfleikinn en Nediljko Labrovic varði vel frá honum.
Labrovic kom engum vörnum við stuttu síðar er Undav skoraði af stuttu færi eftir skyndisókn.
Chris Führich gat tvöfaldað forystuna en þrumaði boltanum í hliðarnetið.
Stuttgart hélt áfram að sækja í síðari hálfleik og reyndi lítið á Alexander Nübel í markinu. Á síðustu tuttugu mínútum átti hann tvær þægilegar vörslur, en annars tókst Stuttgart að sigla þessu heim og er nú komið í undanúrslit.
Athugasemdir