Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham kaupir efnilegan framherja frá Írlandi fyrir metfé (Staðfest) - Kemur á næsta ári
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur gengið frá kaupum á írska framherjanum Mason Melia frá St. Patrick's Athletic, en hann mun formlega ganga í raðir félagsins á næsta ári.

Melia er 17 ára gamall og verið fastamaður í unglingalandsliðum Írlands.

Hann var meðal annars í U17 ára landsliðinu sem fór á Evrópumótið fyrir tveimur árum og var þá valinn í U21 árs landsliðið í október á síðasta ári.

Framherjinn hjálpaði St. Patrick's Athletic að vinna írsku úrvalsdeildina á síðasta ári eftir spennandi titilbaráttu, en hann skoraði 10 mörk í 54 leikjum í öllum keppnum.

Tottenham komst á dögunum að samkomulagi við St. Pats um kaupverð á Melia og hefur hann nú verið staðfestur en hann gerði samning til 2031. Hann gengur formlega til liðs við félagið í janúar 2026.

Samkvæmt St. Pats er um að ræða metsölu úr írsku úrvalsdeildinni. Erlendir miðlar hafa talað um að ef öllum skilyrðum er mætt muni Tottenham greiða um 3,5 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner