Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. mars 2021 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man alltaf eftir æfingaferðinni með Lee Sharpe
Lee Sharpe í búningi Grindavíkur.
Lee Sharpe í búningi Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Bjarni Jóhansson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í nýjasta þættinum af Draumaliðinu.

Þar fer Bjarni yfir þjálfaraferil sinn en hann hefur marga fjöruna sopið í þeim fræðum.

Bjarni var þjálfari Grindavíkur þegar Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United, kom til félagsins árið 2003.

Enski kantmaðurinn var á þessum tíma 31 árs gamall og án félags eftir að hafa átt farsælan feril með liðum eins og Manchester United, Leeds og Sampdoria. Sharpe lék á sínum tíma hátt í 200 leiki með Manchester United og því var mikið fjallað um það í Bretlandi þegar hann samdi síðan við Grindvíkinga árið 2003 eftir nokkurra mánaða umhugsun.

„Þetta var stórskemmtilegur gæi. Hann kom svolítið úr öðrum kúltúr og við getum sagt það að Lee Sharpe var hérna því hann lenti í vandræðum með sjálfan sig í kúltúr þar sem það var leyfilegt að drekka bjór allan sólarhringinn," sagði Bjarni.

Bjarni segir að Englendingurinn hafi fallið vel inn í leikmannahópinn. „Alveg frábærlega. Ég man alltaf eftir æfingaferðinni sem við fórum í til Portúgals árið sem hann var hérna. Hann kom vel fyrir mót en var ekki í sérstöku standi. Það fór mikinn tími hjá honum að koma sér í stand og svo framvegis. Ég man eftir í þessari ferð, þá sat hann kannski í hópnum og við sem héldum með Manchester United hlustuðum á þessar sögur. Þetta var alveg geggjað. Ég veit ekki hvað hann sagði margar sögur af Robson, Pallister og Steve Bruce..."

Sharpe lék árið eftir um tíma með utandeildarliðinu Garforth Town áður en skórnir fóru endanlega á hilluna árið 2004.

Sjá einnig:
Tímavélin: Lee Sharpe í Grindavík


Athugasemdir
banner
banner
banner