Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Sig: Ég skil vonbrigði stuðningsmanna Norrköping
Mynd: Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson samdi á dögunum við sænska stórveldið Malmö þrátt mikinn áhuga frá sínu fyrrum félagsliði IFK Norrköping, sem Arnór lék fyrir tímabilin 2017-18 og 2022-23.

Arnór er 25 ára gamall og útskýrði ákvörðun sína fyrir sænskum fjölmiðlum. Margir stuðningsmenn Norrköping eru ósáttir með það sem þeir kalla 'svik' af hálfu Arnórs, að hafa skrifað frekar undir hjá Malmö.

„Maður veit aldrei hvað gerist í fótboltanum og í þetta skiptið var ég samningslaus á skrýtinni tímasetningu. Sem betur fer var félagaskiptaglugginn í Allsvenskan opinn og ég valdi Malmö til að geta barist um titla," sagði Arnór, sem hafði áður sagst ætla að snúa aftur til Norrköping þegar tækifæri gæfist.

„Ég veit að ég sagðist ætla að spila fyrir Norrköping ef ég myndi koma aftur í sænska boltann en ég bjóst ekki við að snúa aftur svona snemma. Það eru bara tvö ár liðin síðan ég fór síðast og ég get skilið gremju stuðningsfólks. Ég stend 100% á bakvið þessa ákvörðun og er einbeittur að því að gera vel fyrir Malmö.

„Ég má ekki leyfa stuðningsfólki Norrköping að hafa neikvæð áhrif á mig. Ég skil að fólk er svekkt og hefur orðið fyrir vonbrigðum en ég ætla ekki að tjá mig mikið um þetta mál. Ég tók ákvörðun fyrir sjálfan mig sem atvinnumaður í fótbolta og ég stend við hana."


Arnór segist ekki hafa valið Malmö til að fá hærri laun, hann vill eiga meiri möguleika á því að vinna titla.

Malmö er ríkjandi meistari í Svíþjóð á meðan Norrköping rétt slapp við fall í fyrra. Íslendingaliðið endaði þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um tíma minn í Norrköping, þetta félag hjálpaði mér mjög mikið. Ég hlakka til að mæta aftur á gamla heimavöllinn, við munum sjá hvernig áhorfendur taka á móti mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner