Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 04. apríl 2023 22:07
Elvar Geir Magnússon
Fantasy leikur bara fyrir karladeildina í ár
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Nýr Fantasy leikur fyrir Bestu deildina verður opnaður á morgun

Það var Fantasy leikur í fyrra en hann fór ekki af stað fyrr en í fjórðu umferð deildarinnar. Hann fór einhvern veginn aldrei almennilega af stað og var lítið auglýstur.

Í Fantasy leiknum velja menn sín draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir ýmis atriði eins og að skora mörk og halda hreinu. Slíkur leikur hefur er mjög vinsæll í ensku úrvalsdeildinni.

Í ár verður Fantasy leikurinn bara í karladeildinni en í tilkynningu frá ÍTF, sem heldur leiknum úti, er gefin sú skýring að leikurinn sé keyrður á gögnum sem séu því miður ekki í boði í kvennadeildinni eins og staðan sé í dag.

Tilkynning frá Íslenskum Toppfótbolta vegna Fantasy leiks Bestu deildar
Á morgun opnar Fantasy leikur Bestu deildar karla. Í ár verður leikurinn keyrður á lifandi tölfræði frá gagna fyrirtækinu Opta – Stats Perform sem er leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum.

Eins og áður hefur komið fram þarf að hafa lifandi tölfræðigögn til að keyra leikinn áfram. Í dag eru þau gögn því miður ekki í boði fyrir Bestu deild kvenna og því ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina.

Við munum áfram leita leiða til að láta það verða að veruleika, vonandi fyrr en seinna.

Virðingarfyllst, ÍTF


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner